Kynferðisofbeldi og áreitni
Kynferðisofbeldi er það þegar einhver gerir eitthvað kynferðislegt við þig, eða fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt, sem þú vilt ekki. Kynferðisleg áreitni er þegar einhver fer yfir mörkin þín kynferðislega og er líka ofbeldi.
Kynferðisleg áreitni
Þegar farið er yfir mörk á kynferðislegan hátt er það kynferðisleg áreitni.
Kynferðisofbeldi
Kynferðisofbeldi er það þegar einhver fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera, káfar á þér eða áreitir þig á kynferðislegan hátt.
Nauðgun
Enginn hefur rétt á að þvinga aðra manneskju til að gera eitthvað kynferðislegt sem hún vill ekki gera. Þegar kynmök eru höfð við manneskju án samþykkis er það nauðgun.
Nektarmyndir
Það er stafrænt kynferðisofbeldi þegar einhver tekur eða deilir kynferðislegri mynd af þér án leyfis. Það er líka ólöglegt að hóta að deila nektarmynd eða senda nektarmynd af sér óumbeðið.
Byrlun
Byrlun er þegar einhver gefur annarri manneskju lyf, áfengi eða vímuefni án hennar samþykkis eða vitundar.
Vændi
Vændi er þegar einhver borgar öðrum fyrir að fullnægja sínum kynferðislegu hvötum. Greiðslan þarf ekki alltaf að vera með peningum, hún getur líka verið greiði eða gjöf.