Þjónusta fyrir þolendur ofbeldis
Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendurofbeldis. Markmið er að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis.
Bjarmahlíð
Bjarmahlíð er lágþröskuldaþjónusta og ekki þarf tilvísun til að koma í fyrsta viðtal. Teymisstjóri tekur greiningar- og móttökuviðtal við þjónustuþega þegar þeir koma í Bjarmahlíð. Venjan er að þjónustuþegi hitti ráðgjafann í 1-3 skipti og í framhaldinu er þjónustuþega boðinn áframhaldandi stuðningur og ráðgjöf hjá þeim aðilum sem best þykja til þess fallnir að vinna með afleiðingar þess ofbeldis sem hann hefur orðið fyrir. Bjarmahlíð þjónustar alla þolendur ofbeldis og er í samstarfi við barnavernd um þjónustu við ungmenni á aldrinum 16 til 18 ára og aðstandendur. Hjá Bjarmahlíð er unnið með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Öll þjónusta og ráðgjöf er undir sama þaki með það að markmiði að auðvelda þolendum að leita sér aðstoðar. Bjarmahlíð leggur áherslu á þverfaglega samvinnu mismunandi stofnanna og samtaka sem koma að vinnu á staðnum.
Ráðgjöf – Stuðningur – Fræðsla Bjarmahlíð býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir einstaklinga frá 16 ára aldri sem hafa verið beittir ofbeldi. Brotaþola er mætt í hlýlegu og öruggu umhverfi, á þeirra forsendum og einstaklingum að kostnaðarlausu. Einstaklingsviðtöl og ráðgjöf, hópastarf, djúpslökun og sérstök nálgun við ungmenni á aldrinum 16 til 18 ára er i boði svo og tenging við aðra þjónustu sem er til staðar, þ.m.t velferðarþjónustu sveitafélaganna og heilsugæslu. Markmið Bjarmahlíðar er að efla fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, ásamt því gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið. Fjarþjónusta Við bjóðum þeim sem ekki komast í hús til okkar fjarviðtöl, símtöl og tölvupóstsamskipti.
Ferlið í Bjarmahlíð
Einstaklingsráðgjöf
Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið er að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis.
Bjarmahlíð býður áfallamiðaða ráðgjöf, stuðning og upplýsingar fyrir þolendur ofbeldis af öllum kynjum, 16 ára og eldri.
Samstarfsaðilar
Í Bjarmahlíð er boðið upp á samhæfða þjónustu samstarfsaðila á einum stað; einstaklingsviðtöl, lögfræðilega ráðgjöf, félagslega ráðgjöf og stuðning.
Ráðgjafar Bjarmahlíðar greina og meta hvaða þjónusta hentar hverjum og einum þolenda og Bjarmahlíð leiðir þolandan í gegnum kerfið.
Stuðningshópar
Bjarmahlíð er með stuðningshópa fyrir þolendur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi.
Bjarmahlíð er með stuðningshópa og forvarnarhópa fyrir 16 til 18 ára þar sem unnið er að því að styrkja sjálfsmynd.
Kristín Snorradóttir
Teymisstjóri
Kristín hefur starfað sem ráðgjafi um langt skeið og er menntuð sem Hugrænn atferlissfræðingur, Þroskaþjálfi, Markþjálfi, Jóga therapisti og Jóga kennari.
Birna Guðrún
Ráðgjafi
Birna Guðrún er með B.A gráðu í sálfræði og master í menntavísindum. Birna tekur vel á móti þér á eflandi hátt.
Þolendur
Áfallamiðuð nálgun
- Mikilvægt er að þjónustuþegar upplifi öryggi, samkennd og virðingu
- Þolendum er mætt með valdaeflandi nálgun
- Þolendum er mætt á þeirra forsendum
- Þolendum er mætt með skilningi á eðli áfallatengdu ofbeldi og endurtekinna áfalla
- Fræðsla og upplýsingar um áföll, einkenni og afleiðingar
- Þolendur eru leiddir í gegnum kerfið og að þeim úrræðum sem best þykja fyrir hvern og einn