Djúpslökun
Bjarmahlíð fór af stað með djúpslökun fyrir sína notendur í Apríl 2024.
Rannsóknir sína að iðkun djúpslökunnar hefur góð áhrif á streitukerfi líkamans og lækkar magn kortisol sem er streituhormón og þar með hækkar það dópamín framleiðslu og er því mikilvægur liður í því að efla notandan á allan hátt.
Kristín Teymisstjóri er menntaður jóga kennari, jóga og hugleiðslukennari auk þess sem hún er með grunn og framhaldsnám í klínískri dáleiðslu og hefur nýtt djúpslökun í vinnu sinni með fólki síðustu ár með góðum árangri.
Notendum gefst kostur á djúpslökun þeim að kostnaðarlausu samhliða öðrum úrræðum sem Bjarmahlíð leiðir notandan í.
Ávinningur djúpslökunnar er margþættur en fyrst og fremst upplifir notandi slökun bæði líkamlega og andlega.
Það hefur mjög góð áhrif á alla sjálfsvinnu að iðka slökun samhliða því um leið og taugakerfið slaknar nær einstaklingurinn betur að setjast í sjálfan sig og takast á við sína upplifun, auk þess sem rannsóknir sýna að ástundun slökunar dregur úr kvíða einkennum og eykur orku.