Opið hús í Aðalstræti 14

Opið hús í Aðalstræti 14

Föstudaginn 27. júní var haldið opið hús í Aðalstræti 14 þar sem starfsemi Bjarmahlíðar, Aflsins og Kvennaathvarfsins var kynnt fyrir gestum og gangandi. Samtökin buðu upp á kaffi og allskyns veitingar.

Viðtalsherbergjum hafði verið breytt í fræðsluhorn þar sem gestir gátu kynnt sér tölfræði og aðrar mikilvægar staðreyndir um þá starfsemi sem fram fer í húsinu. Starfsfólk Aflsins, Kvennaathvarfsins og Bjarmahlíðar stóð í ströngu við undirbúning og framkvæmd dagsins.

Kærar þakkir eru færðar öllum þeim sem létu sjá sig. Við hlökkum til að endurtaka leikinn að ári, enda tókst opna húsið vel til og mæting var góð.