Þjónusta
Einstaklingsviðtöl við ráðgjafa Bjarmahlíðar eru í boði svo og tenging við aðra þjónustu sem til staðar er, svo sem félagsþjónustu, barnavernd, lögreglu, lögfræðinga, Aflið og Kvennaathvarfið. Metið er hverju sinni hvers einstaklingur þarfnast en flestir sem koma í fyrsta viðtal nýta sér eitt eða fleiri úrræði Bjarmahlíðar. Öll þjónusta á vegum Bjarmahlíðar er gjaldfrjáls.
Samkvæmt hugmyndafræði Family Justice Center er lögð áhersla á samþættingu þjónustu með það að markmiði að notendur geti gengið að sem flestum þjónustuþáttum undir einu þaki og þurfi ekki að fara á milli ólíkra stofnanna og kerfa til að fá nauðsynlegan stuðning og ráðgjöf.
Ráðgjafi Bjarmahlíðar tekur fyrsta viðtal við þjónustuþega þar sem starfsemi Bjarmahlíðar er útskýrð, möguleg úrræði eru kynnt og staða viðkomandi er metin og greind. Markmiðið er að finna máli þjónustuþega viðeigandi farveg í einu til þremur viðtölum.
Ráðgjafar Bjarmahlíðar stuðla einnig að því að efla fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, ásamt því gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið.

Aflið
Gjaldfrjáls ráðgjöf til þolenda ofbeldis og aðstandenda þeirra
Akureyrarbær
Ráðgjöf hjá félagsráðgjafa og lögfræðingi á vegum Akureyrarbæjar
Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Sálfélagsleg þjónusta
Kvennaathvarfið
Dvöl fyrir konur og börn þeirra sem ekki geta búið í heimahúsum vegna ofbeldis. Ráðgjöf, upplýsingagjöf og stuðningur án þess að til dvalar komi
Lögreglan á Norðurlandi-Eystra
Stuðningur og upplýsingagjöf um kæruferli
Mannréttindastofnun Íslands
Lögfræðiaðstoð og ráðgjöf
Kvennaráðgjöfin
Lögfræði- og félagsráðgjöf
Sjúkrahúsið á Akureyri
Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis

Áfallamiðuð nálgun
Ráðgjafar Bjarmahlíðar starfa eftir áfallamiðaðri nálgun
- Mikilvægt er að þjónustuþegar upplifi öryggi, samkennd og virðingu
- Þolendum er mætt með valdaeflandi nálgun
- Þolendum er mætt á þeirra forsendum
- Þolendum er mætt með skilningi á eðli áfallatengdu ofbeldi og endurtekinna áfalla
- Fræðsla og upplýsingar um áföll, einkenni og afleiðingar
- Þolendur eru leiddir í gegnum kerfið og að þeim úrræðum sem best þykja fyrir hvern og einn
